Sunday, April 6, 2014

Mfl. kv. ÍR Handbolta Deildar- og Íslandsmeistarar í utand. kvenna.

Meistaraflokkur ÍR kvenna í handknattleik sýndi það og sannaði í gær hverjar eru bestar. Heimaleikjaráð, stjórn og aðrir aðstandendur deildarinnar óskar ykkur innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn !!!

Það er okkur sannur heiður og ánægja að fá að taka þátt í þessari flottu helgi sem endaði á besta veg sem við gátum hugsað okkur.

Það var á 26 mínútum fyrri hálfleiks sem það gerðist.  ÍR var tveimur mörkum yfir og í vörn,leikurinn í járnum og mikil spenna á pöllunum.  Frá litlum munni heyrðust þessu flottu orð “halló mamma, má ég koma ti þín”? Brosið sem stúkan fékk frá leikmanni númer 4 hjá ÍR sagði allt sem segja þarf og gleymist ekki þeim sem það sáu.  Það var gleði. Þetta var skemmtilegt.  Við sem saman vorum komin í Austurbergi vorum þar til að skemmta okkur fyrst og fremst.

Eftir leik fór bikar á loft og verðlaunapeningar um hálsa og það var klappað, hlegið og faðmast.  Þetta var sigurhátiíð.

Í undirheimum var allt klárt fyrir stelpurnar.  Reyndar ekki grillaður hvalur heldur rautt og hvítt, kex og ostar, enda raunverulegar prinsessur sem við áttum von á, nema hvað.

Finnbogi, Stebbi, leikmenn og allir aðrir sem tóku þátt í því að í bikarskáp okkar bætast við tveir bikarar úr röðum meistaraflokks ÍR í handbolta,    kærar þakkir fyrir ykkar framlag í vetur og alla skemmtunina sem þið hafið staðið fyrir undanfarna mánuði.   Það er á svona dögum sem við minnum okkar á það til hvers leikurinn er gerður og hvað við erum að byggja upp fyrir framtíðina.

Bestu kveðjur,
Meistaraflokksráð ÍR Handbolta

Mfl. kv. ÍR Deildar- og Íslandsmeistarar 

Það er á svona dögum sem við minnum okkar á það til hvers leikurinn er gerður
og hvað við erum að byggja upp fyrir framtíðina. 

No comments:

Post a Comment