Auglýsingar

Auglýstu á bloggsíðum ÍR handboltans. (Bæklingur)

Öll vinna í kringum vefinn á vegum  Barna- og Unglingaráðs ÍR er unnin í sjálfboðavinnu og allar auglýsingar á vefnum eru þ.a.l. í formi styrkja sem fara í að efla barna- og unglingastarfið hjá okkur,  s.s. greiða þjálfurum laun,  greiða niður námskeið sem við viljum að þjálfarar okkar sæki til að efla þeirra þekkingu og kunnáttu.  Umgjörð í kringum handboltann er t.a.m. aðstaða í Austurbergi fyrir krakkana og foreldra og búningar á þjálfara og dómara þannig að við séum félagi og hverfi okkar til sóma.  Einnig er okkar hlutverk að stuðla að því að allir krakkar geti stundað handbolta óháð efnahag og því vinnum við náið með þjálfurum okkar til að finna hvar við getum aðstoðað og haldið krökkum inni í starfinu sem virkilega þurfa á aðstoð.   

Með tíð og tíma vonumst við til að auglýsingasala skili auknum tekjum inn í starfsemina og stuðli þannig að lægri æfingagjöldum hjá okkur. Við viljum efla handboltann og það gerum við með því að stuðla að öflugu barna- og unglingastarfi hjá ÍR og við vonumst til þess að fá þig í lið með okkur með því að auglýsa á okkar vefsvæðum eða mótum í Ausutrbergi.
Sjá nánar upplýsingar um hverja auglýsingaleið sem við bjóðum upp á hér að neðan.
  1. Kostunaraðilar á mótum sem ÍR handbolti heldur í Austurbergi
  2. Umfjöllun í fréttum
  3. Auglýsingar á vefsvæðum
Kostunaraðilar á mótum sem ÍR handbolti heldur í Austurbergi fyrir yngri flokka
Við bjóðum upp á að setja LOGO kostunaraðila á mótum hjá okkur á allar myndir sem við tökum í Austurbergi, en þær myndir eru settar á Facebook, vefsvæði og fréttabréf.   Myndir sem við tökum eru yfirleitt á milli 1000 - 1500 á hverju móti og deilast þær út frá Facebook og í fréttaveitur eftir mót eins og sjá má nánar hér að neðan, þar sem þú getur séð dæmi um svona auglýsingaleið sem við unnum með Tex Mex Santa María  Logo (Aðföng).   

Við tökum 1000-1500 myndir á hverju móti.
 Logo styrktaraðila er sett á allar myndir
 á þeim mótum sem hann styrkir.
Mót heitir eftir aðalstryktaraðila (1),
og hámark eru 4 styrktaraðilar á
 mótum okkar í Austurbergi.


 
Umfjöllun í fréttum:
Þú getur fengið birta grein um vöru, þjónustu eða uppákomu sem er í gangi hjá þér, í fréttum á aðalsíðu okkar ( http://irhandboltinn.blogspot.com/...) gegn því að greinin/varan tengist handbolta, Kostnaður við að birta slíka frétt er 14.500,- + vsk per frétt og fréttin er merkt sem auglýsing í upphafi texta. Viðkomandi frétt/auglýsingu deilum við einnig á Facebook ÍR Handbolta.

Auglýsingar á vefsvæðum okkar. (Bæklingur)

Hér að neðan má sjá staðsetningar og verð á auglýsingasvæðum á vefsvæði, sama auglýsing birtist á síðum hjá öllum flokkum þannig að þú borgar fyrir eitt svæði og sama auglýsing fer á 20 vefsvæði sem við stjórnum þegar þú kaupir auglýsingu hjá okkur, ásamt því að við tengjumst ykkur á Facebook.
Verð á auglýsingum eru öll miðuð við birtingu í 30 daga á síðum okkar.*

Svæði            Stærð á auglýsingu                 Verð +vsk pr.  30 daga í birtingu.
Hægri 1 : Auglýsing allt að 260px *400px - 20.000kr +vsk. /pr.30.daga
Hægri 2 : Auglýsing allt að 260px *400px - 20.000kr +vsk. /pr.30.daga
Hægri 3 : Auglýsing allt að 260px *400px - 15.000kr +vsk. /pr.30.daga
Hægri 4 : Auglýsing allt að 260px *300px - 12.000kr +vsk. /pr.30.daga
Vinstri 1 : Auglýsing allt að 250px *200px - 10.000kr +vsk. /pr.30.daga
Vinstri 2 : Auglýsing allt að 250px *450px - 12.000kr +vsk. /pr.30.daga
Borði 1 : Auglýsing allt að 1000px *400px - 20.000kr +vsk. /pr.30.daga

Einnig bjóðum við upp á Árssamning, en þá færð þú 2 mánuði ókeypis af því svæði sem valið er ef þú kaupir 10 mánuði.
ATH: Öll verð miðast við eingreiðslu við upphaf samningstímabils og eru verðlistar birtir með fyrirvara um verðbreytingar og innsláttarvillur.
Auglýsingar : Staðsetningar á vefsvæðum okkar (Bæklingur)Hér að neðan er síðan dæmu um kostunaraðila á móti hjá okkur- LOGO kostunaraðila fer á allar myndir og möguleiki á að gefa vöru á móti hjá okkur. (Bæklingur)


Við tökum 1000-1500 myndir á hverju móti.   Logo styrktaraðila er
sett á allar myndir  á þeim mótum sem hann styrkir.

Styrktaraðili er hvattur til að gefa vöru á okkar mótum. Sem dæmi þá hefur hver keppandi á okkar mótum í Austurbergi þetta árið fengið Santa María flögur og flotta myndatöku í lok móts, ásamt því að fullt af myndum er á Facebook og á vefsvæðum okkar sem allir geta náð í.
Þannig fá allir góðar minningar frá viðkomandi móti og fara ánægðir heim.


Foreldrar og krakkarnir deila myndunum frá okkur með þínu LOGO á Facebook


Þitt Logo fer einnig á fréttavefi hjá öðrum íþróttafélögum.
Þitt Logo fer í fréttablaðið okkar "ÍR Handbolti er málið" sem er á Interactive PDF formati,
 þannig að ef smellt er á myndir í því þá fer viðkomandi  í myndaalbúm þar sem sjá má fleiri myndir með þínu Logo. (Bæklingur)


Hægt er að semja um að Logo kostunaraðila fari einnig á myndir
sem við tökum á leikjum hjá 2.- 4. flokks í Austurbergi (Bæklingur)

Vefstjórar ÍR Handbolta aðstoða þig. (Bæklingur)
 
 
Aðalsteinn Jónannsson
Gísli Páll ReynissonHafið samband ef það er eitthvað - irhandboltinn@gmail.com
Kveðja Vefstjórar Barna- og Unglingaráðs ÍR Handbolta
Aðalsteinn , Heimir, og Gísli 


Vefstjórar ÍR Handbolta