Sunday, April 10, 2011

Minnka myndir áður en þeim er hlaðið upp í Picasa albúm.

Áður en myndum er hlaðið upp í Picasa eða sendar með pósti, er það góð regla að minnka myndirnar til þess að spara það pláss sem notanda er úthlutað, og flýta fyrir upphleðslu.
Sem dæmi með getur 5 mb. mynd farið í 54-100 kb. með aðferð hér að neðan.

Til eru margar mismunandi leiðir til þess að minnka myndir.

Image resizer fyrir Windows XP.
http://download.microsoft.com/download/whistler/Install/2/WXP/EN-US/ImageResizerPowertoySetup.exe
Image resizer fyrir Windows 7/Vista 32 og 64 bit.
http://www.windows7hacker.com/index.php/2009/09/quickly-resize-images-in-windows-7-and-vista-on-the-fly/
Image resizer forritið er mjög lítið og einfalt, ef það er sett upp í tölvu kemur möguleiki á því að hægrismella á mynd og velja þar Resize picture.

Opnaðu möppuna sem að myndin sem þú vilt minnka er geymd. Í Thumbnail view,hægrismelltu á þá mynd sem þú vilt minnka og veldu, Resize Pictures.

Í Resize Pictures glugganum, smelltu á þá stærð sem þú vilt minnka myndina þína í og smelltu svo á OK. Medium er góð stærð fyrir flestar þarfir, eins og til dæmis að senda myndir á pósti eða setja þær á vefsíðu.

Margar myndir minnkaðar í einu

Til að minnka margar myndir í einu sem ekki eru í röð, smelltu þá á fyrstu myndina, haltu niðri CTRL takkanum á meðan þú smellir á þær myndir sem þú vilt minnka. Þegar allar myndirnar sem á að minnka hafa verið valdar, fylgirðu sömu skrefum og lýst er hér fyrir ofan.

Upprunalega skráin, flowers.jpg, er enn óbreytt; ný og minnkuð mynd hefur verið
vistuð í sömu möppu, flowers (Small).jpg

Til þess að minnka margar myndir sem eru í röð, smelltu þá á fyrstu myndina í röðinni, haltu niðri SHIFT takkanum og smelltu á síðustu myndina í röðinni. Allar myndirnar á milli fyrstu og síðustu eru valdar. Notað er sama leið og hér fyrir ofan þegar unnið er með margar myndir.
AJ