Skráning Sjálfboðaliða

Skráðu þig hér að neðan, því við viljum vita af þér til að geta haft samband þegar við þurfum á þér að halda.


 Okkar styrkur byggir á fólki sem vill vinna fyrir félagið á einn eða annan hátt.

Við þurfum rafvirkja, pípara , smiði , handlagna, markaðsfólk, sölumenn , tölvugúrúa, fréttamenn, ljósmyndara og alla aðra sem geta aðstoðað okku á einn eða annan hátt. Því verkefni eru fjölbreitt og geta meðal annars verið breytingar, viðhald og viðgerðir á íþróttahúsinu í Austurbergi "Heimili ÍR Handbolta"

Einnig þarf alltaf fólk
  • - sem gæti aðstoðað við gæslu og undirbúning þegar mót eða leikir eru hjá ÍR Handbolta.
  • sem gæti aðstoðað þjálfara á mótum og æfingum.
  • sem getur skrifað pistla af mótum sem getur tekið myndir á leikum og viðburðum og sett inn á blog og vefsíður okkar.
  • sem vill fara á dómaranámskeið hjá HSÍ og ná sér í A-, B- eða C-stigs réttindi og verða þannig meðlimur í Dómaraakademíu ÍR Handbolta og dæma á mótum og leikjum, ásamt því að taka þátt í ýmsum viðburðum á vegum handboltadeildar.
  • sem getur tekið þátt í ýmsum viðburðum og hópefli á vegum handboltans.

Við erum viss um að fullt af fólki er tilbúið að sjá af smá tíma, kynnast nýju fólki og foreldrum annarra barna sem æfa handbolta og gera þetta starf enn betra fyrir börnin okkar sem æfa handbolta.

Vertu hluti af sjálfboðaliðastarfinu og skráðu þig hér að neðan, því við viljum vita af þér til að geta haft samband þegar við þurfum á þér að halda.