Tuesday, July 15, 2014

Minnum á handboltaskóla ÍR 5.-18. ágúst

Tveggja vikna handboltanámskeið 5.-18.ágúst  fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.

Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK.

Takmarkaður fjöldi kemst að og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðsvikur:
5.-18. ágúst

Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30

Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is

Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080


Tuesday, July 1, 2014

Úrslit ÍR liða á Partille Cup 2014


Smellið á "Matches" til að sjá úrslit leikja..
Smellið á "Team information og Resaults" til að fá nánari upplýsingar um hvert lið.

Fararstjórar setja síðan inn fréttir og myndir af hópnum á Facebook ÍR Handbolta á hverjum degi þannig að við hvetjum alla til að "LIKE" þá síðu til að fá þetta beint frá þeim.










Myndir á Facebook ÍR Handbolta 

Thursday, June 5, 2014

Jón Heiðar og Davíð áfram hjá ÍR

Jón Heiðar Gunn­ars­son og Davíð Georgs­son hafa skrifað und­ir samn­inga um að spila áfram með ÍR á næstu leiktíð í Olís-deild karla í hand­knatt­leik.     Jón Heiðar hef­ur verið einn aðal burðarás­inn í liði ÍR síðastliðin ár eft­ir að hann sneri heim úr at­vinnu­mennsku í Frakklandi. Hann er mik­ill varn­ar­maður og án efa með sterk­ari línu­mönn­um í deild­inni en frammistaða hans skilaði hon­um m.a. sæti í landsliðshóp Arons Kristjáns­son­ar á dög­un­um.    Davíð gegn­ir einnig lyk­il­hlut­verki hjá ÍR en hann er sér­stak­lega öfl­ug­ur sókn­ar­maður.

Við erum búin að vinna mjög vel í leik­manna­mál­um fé­lags­ins í vor og vilj­inn til þess að ná ár­angri er mik­ill,“ seg­ir Run­ólf­ur Sveins­son formaður hand­knatt­leiks­deild­ar ÍR í til­kynn­ingu frá deild­inni. „Það er frá­bært að klára samn­inga við þá Davíð og Jón Heiðar. Þeir eru topp­menn með ÍR-hjartað á rétt­um stað.









Wednesday, May 14, 2014

Björgvin og Sturla áfram hjá ÍR

ÍR-ingarnir Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson hafa skrifað undir samning um að spila áfram með ÍR á næstu leiktíð. Björgvin hefur þó heimild til að fara í erlent félag í sumar ef tækifæri býðst. Báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu og léku með ÍR á síðasta keppn­is­tíma­bili og voru í lyk­il­hlut­verk­um hjá liðinu sem rétt missti af úrslitakeppninni í síðustu umferð deildarinnar.


„Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ganga frá samningum við þá Björgvin og Sturlu. Þeir eru öflugir leikmenn og miklir ÍR-ingar. Við erum stórhuga fyrir næsta tímabil og því er mikilvægt að þeir taki þátt í áframhaldandi velgengni félagsins,“ segir Runóflur Sveinsson formaður handknattleiksdeildar ÍR.  

Sturla og Bjöggi áfram hjá okkur

Tuesday, May 6, 2014

Eurovision eða Handbolti í kvöld ?

Eurovision eða Handbolt í kvöld ? Auðvelt val því þessir ÍR Pollar verða í Mýrinni kl. 19:30 þannig að við hvetjum alla til að mæta og sjá þá hala inn 12 stigum og tryggja sætið !! #handbolti #eurovision

ÍR Pollarnir - Diddi, Arnór, Danni og Jón