ÍR-ingarnir
Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson hafa skrifað undir samning um að
spila áfram með ÍR á næstu leiktíð. Björgvin
hefur þó heimild til að fara í erlent félag í sumar ef tækifæri býðst. Báðir
eru þeir uppaldir hjá félaginu og léku með ÍR á síðasta keppnistímabili
og voru í lykilhlutverkum hjá liðinu sem rétt missti af
úrslitakeppninni í síðustu umferð deildarinnar.
„Ég
er mjög ánægður með að vera búinn að ganga frá samningum við þá Björgvin og
Sturlu. Þeir eru öflugir leikmenn og miklir ÍR-ingar. Við erum stórhuga fyrir
næsta tímabil og því er mikilvægt að þeir taki þátt í áframhaldandi velgengni
félagsins,“ segir Runóflur Sveinsson formaður handknattleiksdeildar ÍR.
![]() |
Sturla og Bjöggi áfram hjá okkur |
No comments:
Post a Comment