Tuesday, July 15, 2014

Minnum á handboltaskóla ÍR 5.-18. ágúst

Tveggja vikna handboltanámskeið 5.-18.ágúst  fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.

Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK.

Takmarkaður fjöldi kemst að og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðsvikur:
5.-18. ágúst

Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30

Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is

Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080


No comments:

Post a Comment