Wednesday, April 9, 2014

Björgvin Rúnarsson verður þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍR á komandi leiktíð

Í gær klukkan 19:00 var undirritaður samningur á milli Handknattleiksdeildar ÍR og Björgvins Þórs Rúnarssonar sem mun taka við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá ÍR á komandi leiktíð.
Meistaraflokkur kvenna, sem spilaði undir stjórn Finnboga Grétars Sigurbjörnssonar, landaði bæði deildarmeistaratitli og Íslandsmeistaratitli á nýliðinni leiktíð. 

Stjórn deildarinnar ákvað á fundi sínum nýverið að meistaraflokkur kvenna myndi leika í úrvalsdeild á komandi hausti.
Björgvin Þór hefur þjálfað norska félagið Örsta síðastliðin ár við góðan orðstír. Hann spilaði á árum árum m.a. með Stjörnunni, ÍBV, Víking og Selfossi og það er mikill fengur að fá Björgvin í þjálfarahóp ÍR. 

Að sama tilefni voru þau Stefán Petersen sem starfað hefur við hlið Finnboga í vetur og Anna Margrét Sigurðardóttir sem leikið hefur með liðinu í vetur kynnt til leiks og munu þau starfa við hlið Björgvins að þjálfun meistaraflokksins.

Auk þess að sinna þjálfun meistaraflokks kvenna mun Björgvin koma að starfi yngri flokka hjá félaginu.
Stjórn handknattleiksdeildar ÍR

Anna Margrét Sigurðardóttir, Björgvin Rúnarsson og Stefán Petersen eftir undirskrift í gær

No comments:

Post a Comment