Þetta voru 2 stig í okkar hlut í gær, en sigurinn var nú ekki svona öruggur eins og tölurnar gefa til kynna því jafnt var á öllum tölum þar til í lokin þegar við fórum að skríða framúr og ná smám saman þessu forskoti. Í fyrri og seinni hálfleiknum var vörn okkar hriplek til að byrja með og Arnór Freyr varði lítið í markinu. Liðið náði hins vegar að fylla upp í götin þegar á leið og þá fór Arnór að verja, auk þess sem Jón Heiðar Gunnarsson var gulls ígildi á línunni hjá okkur og raðaði inn mörkum.
Fjöldi marka hjá okkar andstæðingum ræðst af því hversu góðir við erum sjálfir í vörn og gæði varnar hjá okkur hefur síðan bein áhrif á það hversu góðir markmenn okkar verða í viðkomandi leik.
Vörn byggist mikið á samvinnu leikmanna og gengur út á að trufla sóknarleik mótherjanna til dæmis með því að stíga út í sóknarmenn, spilar lengra úti á vellinum til að koma skyttunum í hinu liðinu lengra frá markinu en gleyma því samt ekki að það er línumaður sem þarf að passa líka. Einnig þarf að vera með hendur á lofti til að vera betur í stakk búinn til að verja óvænt skot frá sókn. Það er síðan mikilvægt að sjá alltaf mann og bolta á sama tíma. Síðan er lykilatriði í öllum vörnum að vita hvar andstæðingurinn sem maður á að passa er staðsettur.
Við vitum öll að í seinustu leikjum hefur þetta einfaldlega ekki verið gott hjá okkur og í raun vorum við heppnir að vinna HK-ing í gær , því þeir voru virkilega góðir í því að snúa á vörnina okkar og komast í opin færi og frí skot langt út á velli.
Næsti leikur okkar er hinsvegar útileikur gegn Val að Hlíðarenda næsta fim.5.des og við vitum að liðið okkar getur skorað mörk, en getur vörn okkar séð til þess að Valur skori færri mörk en við ?
Þrátt fyrir sigurinn í gær eru líkurnar gegn okkur, en með réttu hugarfari er ýmislegt hægt og í endilega komið okkur á óvart strákar!
Sjá myndir og umfjöllun um leik ÍR-HK á sport.is
http://www.sport.is/handbolti/2013/11/28/ir-ingar-aftur-a-sigurbraut/
No comments:
Post a Comment