Monday, October 7, 2013

Game Day Grill fyrir leik okkar á móti Val næsta fimmtudag.

Meðlimum Bláu Handarinnar sem eru búnir að skrá sig á http://ir.felog.is/ er boðið í Undirheima fyrir leik í glæsilega veislu a la Fiskbúð Hólmgeirs þar sem léttsaltaðir þorskhnakkar og hvalkjöt verða á grillinu ásamt meðlæti fyrir leik.  

ATH: Félagskort í Bláu Höndinni gildir sem aðgöngumiði í Undirheima í þessa veislu vertu því viss um að það sé með í för :)

Dagskrá
18:20 Grillaðir þorskhnakkar og hvalkjöt með öllu. Fréttir á skjánum
19:30 Bjarki Sigurðsson mætir í Undirheima. Farið verður yfir leikinn sem er framundan á móti Val.
20:00 Leikur hefst.
20:30 Hálfleikur: Undirheimar opnir – kaffi í boð fyrir meðlimi.
21:15 Leikmenn koma í Undirheima, kaffi og með því.  Meðlimum Bláu Handarinnar gefst kostur á að fara í gegnum þetta með leikmönnum eftir stórsigur á Valsmönnum.

Skráning meðlima í Bláu Höndina http://ir.felog.is/

ÍR - Valur fim. 10. okt 

No comments:

Post a Comment