Daginn kæru ÍR ingar.
Laugardagurin sl. var frábær í alla staði þegar við tókum á móti Akureyri, frábær umgjörð, flott stuðningsmannasveit vel útbúin trommum sem stýrði flottu ÍR-klappliði og ekki síst Undirheimar sem eru að taka við sér fyrir og eftir leiki þar sem Bláa höndin kemur saman.
Við í liðinu vorum staðráðnir í að bæta fyrir tapið á móti ÍBV í fyrsta leik sem var ekkert nema slys sem kemur ekki fyrir aftur. Enda er okkar heimavöllur í Berginu í raun það sterkur að það á hreinlega ekki að gerast að við töpum stigum þar í vetur. Því lögðu menn allt í sölurnar á móti Akureyri, æfðu vel fyrir leik og lögðu skynsamlega á ráðin með greiningu og vídeo fundum fyrir leik.
Þó svo leikurinn hafi verið jafn í 45 min þá áttum við að klára hann. Í hálfleik var rætt um hvað þyrfti að bæta í og hvar þyrfti að minnka mistök.
Það gekk eftir, vörn small saman og Kristó á bak við hana hreint frábær.
Fyrsti sigur í höfn og menn glaðir í leiks lok.
Ekki skemmdi fyrir að ÍR ingar fjölmenntu og frábær stemming myndaðist, nú þarf einungis að fjölga enn meir í Bláu Höndinni svo stemmingin verði enn betri og okkar heimavöllur (Austurberg) verði að enn meiri gryfju sem allir andstæðingar eiga að hræðast enn meir.
Næsti leikur okkar er í kvöld á útivelli í Digranesi á móti HK og við hvetjum ykkur til að fjölmenna og styðja okkur.
Kveðja úr klefanum.

No comments:
Post a Comment