Runólfur Sveinsson formaður handknattleiksdeildar ÍR og Jón Kristinn handsala samninginn
Handknattleiksdeild ÍR hefur gert samning við örvhenta hornamanninn Jón Kristinn Björgvinsson um að leika með liðinu. Jón er tvítugur, uppalinn hjá FH, stúdent frá Flensborg og stundar nú nám í viðskiptafræði hjá HÍ. Fyrir tímabilið kom líka örvhenta skyttan Arnar Birkir Hálfdánarson til liðsins, hefur hægri vængurinn því styrkst mikið. Ásamt þeim Jóni og Arnari hafa líka komið þeir Arnór Freyr Stefánsson markvörður og Kristinn Björgúlfsson leikstjórnandi. Það leynir sér ekki að ÍR ætlar sér stóra hluti í vetur!
Við bjóðum Jón Kristinn velkominn í hópinn!
No comments:
Post a Comment