Friday, August 23, 2013

Reykjavíkurmót 2013 - ÍR vs Valur Seljaskóla 22.ágúst. (29-29)

Handboltatímabilið farið af stað aftur og byrjar það á Reykjavíkurmóti hjá okkur.  Við tókum á móti Val í Seljaskóla í þessum fyrsta leik okkar á tímabilinu og var virkilega gaman að sjá hversu margir áhorfendur mættu í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur eins og búast mátti við en þó sáust flott tilþrif inn á milli hjá báðum liðum.

Valsmenn voru betri í fyrri hálfleik og leiddu 16-12 en snerum blaðinu við og áttum seinni hálfleikinn óskiptan. Þegar 2 mínútur voru eftir vorum við 2 mörkum yfir en það dugði þó ekki til þar sem Valsmenn náðu að jafna á loka sekúndunum og enduðu leikar 29-29 að þessu sinni.

Markahæstir hjá okkur voru þeir Sturla Ásgeirsson með 8 mörk og Arnar Birkir Hálfdánarson sem kemur flottur inn í liðið með 7 mörk.

Myndir í gær tóku þeir Aðalsteinn Jóhannsson og Þorgeir Guðfinnsson fyrir ÍR Handbolta og þær má sjá í myndaalbúmi okkar á Facebook.




Þar sem handboltinn að fara af stað aftur þá hvetjum ykkur til að fara Facebook síður sem handknattleiks deildir hafa virkjað í sumar og "like" á þær allar. Þannig tengjuim við saman handboltasamfélagið, gerum það öflugra og fáum ferskar fréttir úr starfinu :)
LIKE > http://www.facebook.com/handbolti

No comments:

Post a Comment