Handknattleiksdeild ÍR og Kristinn Björgúlfsson gengu í kvöld frá samningum um að Kristinn leiki með liðinu næstu 2 árin. Kristinn er ekki ókunnugur í herbúðum ÍR, enda uppalinn hjá félaginu og lék með félaginu alla yngi flokka asamt því að leika með meistaraflokki. Kristinn hefur leikið erlendis undanfarin 8 ár og er góð viðbót í hóp okkar ÍR-inga fyrir komandi átök í vetur. Óhætt er því að segja að Kristinn sé kominn heim í ÍR Ásamt því að leika með liðinu mun Kristinn einnig þjálfa 2 flokk félagsins.
Við bjóðum Kristinn velkominn í öflugan leikmannahóp okkar sem ætlar sér stóra hluti í vetur
Agnar Sveinsson varaformaður handknattleiksdeildar og Kristinn handsala samninginn
No comments:
Post a Comment