Thursday, April 11, 2013

ÍR á flotta fulltrúa í úrvalslið N1 Deildar

ÍR á tvo glæsilega fulltrúa í úrvalslið N1 Deildar fyrir umferðir 15-21. Jón Heiðar Gunnarsson er línumaður úrvalsliðsins og ÍR er með bestu umgjörð á heimaleikjum í þessum umferðum, en Aðalsteinn Jóhannsson tók við þeim verðlaunum fyrir hönd ÍR-Handbolta.

Við höfum því átt 2 meðlimi í öllum 3 úrvalsliðum sem valin hafa verið í vetur sem er frábær árangur.

Úrvalslið 1 - 7 umferðar N1 Deild karla : Jón Heiðar Gunnarsson og ÍR fyrir bestu umgjörð
Úrvalslið 8- 14 umferðar N1 Deild karla: Sturla Ásgeirsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson
Úrvalslið 15-21 umferðar N1 Deild karla´: Jón Heiðar Gunnarsson og ÍR fyrir bestu umgjörð

Til hamingju strákar og allir stuðningsmenn ÍR Handbolta, þetta eru ykkar verðlaun !


No comments:

Post a Comment