ÍR-ingar voru feikilega vel studdir af fjölmörgum Breiðhyltingum í gær á Ásvöllum í fyrsta leik okkar í undanúrslitum N1 Deildar. Það var þvílík barátta hjá strákunum og þótt ýmislegt gengi á héldu þeir ávalt haus. Við verðum samt að viðurkenna að okkur leist ekki á blikuna þegar 5. mín voru eftir og þeir voru 4 eftir inn á vellinum á móti fullskipuðu Haukaliði. Þeir stóðust þá raun og skiluðu verðmætu stigi í hús, enda kom ekkert annað til greina en leggja allt undir sem til var og jafnvel meira í þennan leik því stefnan hjá okkur var ávalt að vinna Hauka í fyrsta leik og ná síðan 2 - 0 í þessu einvígi við Hauka í ljónagrifjunni okkar í Austurbergi. Bjarki Sigurðsson þjálfari var að vonum ánægður með stuðninginn í gær og þá telur hann góðar líkur á því að áhorfendamet verði sett í öðrum leik liðanna, sem fer fram í Austurbergi næstkomandi þriðjudag kl. 20:00
 |
Diddi og Jón Heiðar í baráttu |
No comments:
Post a Comment