Það var virkilega skemmtilegur fundurinn hjá Barna- og Unglingaráði ÍR Handbolta í gær í Austurbergi. Við buðum áhugasömum foreldrum að kíkja og kynna sér starfið. Í kjölfarið fengum við 6 nýja meðlimi í hópinn. Margar hendur vinna létt verk enda eru nú 18 manns, með þjálfararáði, sem halda utanum Barna- og Unglingastarfið hjá ÍR Handbolta fyrir utan alla hina flottu sjálfboðaliðana okkar.
Þetta er því án efa stærsta og öflugasta Barna- og Unglingaráð sem við höfum sett saman. Hrikalega flott lið sem vinnur frábært starf.
Flottur hópur sem stýrir barna- og unglingastarfi ÍR Handbolta |
Bjóðum nýja meðlimi velkomna, meðan þau eru að kynnast starfinu eru þau sett inn sem meðstjórnendur hjá BOGUR þar til þau detta inn á sérsvið sitt.
Sjá nánar
No comments:
Post a Comment