Sunday, January 13, 2013

Guðni Már og Sigrún Ása handboltafólk ÍR 2012

Guðni Már Kristinsson, leikmaður meistaraflokks, og Sigrún Ása Ásgrímsdóttir, leikmaður 3.fl. kvenna, hafa verið kjörin handboltafólk ársins 2012 hjá ÍR

Guðni Már leikstjórnandi er lykilmaður í liði ÍR sem varð deildarmeistari í 1.deild á síðustu leiktíð.   Einnig hefur hann spilað stórt hlutverk með ÍR í N1 deildinni í vetur.

Sigrún Ása línumaður var í lykilhlutverki hjá 4.flokk á síðustu leiktíð þegar stelpurnar komust í 4.liða úrslit í Íslandsmótinu.  Einnig var hún í U16 landsliði Íslands.  Í vetur hefur hún staðið sig mjög vel með 3.fl. kvenna og verið valinn í úrtakshóp með U17 landsliðinu sem undirbýr sig fyrir undankeppni EM sem haldin verður í mars 2013.

Guðni Már, Sigrún Ása og Runólfur formaður handknattleiksdeildar ÍR


Glæsilegir fulltrúar ÍR Handbolta 

No comments:

Post a Comment