Sigurjón Björnsson hefur ákveðið að ganga
til liðs við uppeldisfélagið sitt á nýjan leik. Sigurjón sem spilar stöðu hægri
hornamanns er nýkrýndur Íslandsmeistari með HK þar sem hann hefur leikið
undanfarin 2 ár. Sigurjón hefur gert tveggja ára samning við ÍR
Auk þess að leika með liðinu mun Sigurjón
taka að sér þjálfun yngriflokka hjá félaginu.
Þetta er stór þáttur í styrkingu liðsins
fyrir átökinn í N1 deildinni á næsta vetri þar sem ÍR-ingar ætla sér stóra hluti.
Við bjóðum Sigurjón velkominn í hópinn.
Rúnólfur og Sjónni handsala saminginn.
No comments:
Post a Comment