Handknattleiksdeild ÍR fékk Unglingabikar HSÍ 2012, en hann er veittur árlega til þess félags sem þykir standa best að unglingamálum í handknattleik. Fimm manna nefnd á vegum HSÍ fer yfir gang mála hjá félögunum á hverju tímabili. Nefndina skipa fulltrúi fræðslunefndar, fulltrúi mótanefndar, mótastjóri HSÍ, íþróttastjóri HSÍ og fulltrúi landsliðsnefnda HSÍ.
Frábært fyrir félagið að fá þessi verðlaun og er þetta viðurkenning á því mikla og góða barna- og unglingastarfi sem unnið hefur verið hjá ÍR handbolta sem þykir hafa skarað framúr hvað varðar eflingu og viðhaldi á störfum yngri flokka.
Verðlaun þessi eru táknræn fyrir þá miklu uppbyggingu í yngri flokkum sem verið hefur síðasta ár undir styrkri stjórn Barna- og Unglingaráðs ÍR Handbolta (BOGUR) sem hefur öflugt þjálfarateymi og yfirþjálfara á sínum snærum, frábæra iðkendur og virka foreldra í öllum flokkum, enda er gott foreldrastarf góður rammi utan um starfið okkar og lykillinn að því að við náum árangri .
No comments:
Post a Comment