Monday, November 14, 2011

Mættu í Austurberg kl 19:30 í kvöld þegar ÍR tekur á móti Val í Eimskipsbikar

Stórleikur í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins þegar N1 deildarlið Vals mætir í Austurbergið sem nú er búið að ÍR-væða all hressilega með hinum íðilfagra bláa lit

 Heyrst hefur að Valsmenn ætil að fjölmenni á pallana í kvöld kl. 19:30, við skorum því á alla ÍR-inga til að mæta og yfirgnæfa þá í kvöld!!

Við vitum að Valsmenn eru erfiðir , en þeir eru ekki ósigrandi. Í bikarnum er það dagsformið hverju sinni skiptir máli. Ef strákarnir leika með hjartanu og hafa mikla löngum til að komast í úrslitin er ekki ólíklegt að sagan frá 2003 endurtaki sig .




Með jafn samstilltu átaki leikmanna og stuðningsmanna og í seinustu leikjum má búast við því að um hörkuleik verði að ræða og ólíklegt að þú lesandi góður eigir eftir að fyrirgefa sjálfum þér það ef þú lætur þennan leik, þetta partý, fram hjá þér fara.

Við hvetjum alla iðkendur til þess að vera klædda í ÍR treyjum og fjölmenna á þennan stórleik í Austurbergi kl. 19:30

ÁFRAM ÍR!!!!!!!!

No comments:

Post a Comment