Stelpurnar í 7. flokk hafa verið svo duglegar á æfingum að undanförnu og á mótinu um seinustu helgi að þær gerðu sér glaðan dag og brutu aðeins upp æfingaformið.
Þær höfðu frjálsan tíma þar sem þær máttu mæta með bangsa- eða annað dót á æfinguna og farið var í leiki, búnar til þrautabrautir og ýmislegt annað skemmtilegt gert.
Virkilega gaman að sjá þessar hressu og skemmtilegu stelpur sem æfa handbolta hjá okkur í ÍR.
Fleiri myndir eru á heimasíðu 7.flokks kvenna
Handboltinn býður upp á frábært tækifæri til að eignast góða vini og tilheyra skemmtilegum hópi.
Við erum með frábæra þjálfara sem taka vel á móti ykkur og það er alltaf pláss fyrir fleiri hressa krakka hjá ÍR handbolta.
Á heimasíðu okkar er æfingatafla þar sem þið sjáið hvar og hvenær ykkar aldursflokkur er á æfingu.
Kveðja
Barna- og unglingaráð
No comments:
Post a Comment