Frétt af vef HSÍ..
Reykjavíkurmótið í handbolta er eitt elsta handboltamótið á íslandi en undanfarinn ár hefur mótið verið spilað sem hraðmót á einni helgi, RVK-Open.
Í ár er ætlunin að horfa til fyrri tíma og vera með alvöru mót en mótafyrirkomulag er þannig að spiluð er einföld umferð sex liða í meistaraflokki karla og kvenna, tveir heimaleikir og tveir útileikir en síðasta umferðin verður spilið 17/09 á handboltadegi RVK í Laugardalshöll.
Það RVK lið sem hlýtur flest stig í mótinu verður krýnt Reykjavíkurmeistari 2011.
Í kvennaflokki taka þátt, Fram, Fylkir, UMFA, Haukar, Stjarnan og HK.
Í karlaflokki taka þátt: Fram, Valur, Víkingur, ÍR, Fjölnir og UMFA.
Við hvetjum alla handboltaáhugamenn að kíkja á leikina en frítt er inn á alla leiki en spilaðir er samkvæmt leikreglum HSÍ og er hver leikur 2 x 30 mín.
Miklar mannabreytingar hafa verið í mörgum liðum og því er þetta kærkomið tækifærir til að sjá nýja og unga leikmenn spreyta sig í alvörum leikjum.
Fyrst umferðin er eftirfarandi en mótið í heild sinni, sjá meðfylgjandi skjal og úrslit verða birt á heimasíðu HSÍ, http://www.hsi.is/
Sjá á vef ÍR : Leikir 2012 eftir flokkum http://ir.is/Deildir/Handbolti/Leikir/
No comments:
Post a Comment