Monday, September 5, 2011

Akstur sérstaks Breiðholtsstrætó á vegum ÍR er hafinn.

Ekið er á milli grunnskóla og íþróttahúsa.

Leiðin hefst hjá Breiðholtsskóla og liggur síðan til Ölduselsskóla, Seljaskóla, Austurberg/Hólabrekkuskóla, Fellaskóla, Seljaskóla, Ölduselsskóla og aftur til Breiðholtskóla.
Fyrri ferðin hefst 14:20 og endar 15:10 og seinni ferðin hefst 15:20 og endar 16:10. Það vakti athygli þegar gulur ÍR-strætóinn birtist á gömlu biðstöðinni við Arnarbakka.

ÍR-strætó mun styrkja starf yngri flokka og gera fleiri börnum mögulegt að sækja æfingar í sinni íþrótt hvar sem er á félagssvæði ÍR.

Forráðamenn barna á frístundaheimilum þurfa að láta vita á viðkomandi frístundaheimili á hvaða æfingu barnið á að fara. Einnig þurfa þjálfarar að vera upplýstir.

Áætlun má nálgast hér. http://ir.is/media/PDF/IR_Breidholtsstraeto.pdf






Sjá nánar http://ir.is/Frettir/Lesafrett/2356

No comments:

Post a Comment