Wednesday, August 31, 2011

Æfingar hefjast 1.september -skráningar hafnar á nýrri skráningarsíðu..

Náið æfingatöflu hér að neðan þar sem koma fram tímar og nánari upplýsingar um skráningu.
Félagið er að taka í notkun nýtt skráningarkerfi og þurfa nú allir forráðamenn að skrá börn sín og ganga um leið frá greiðslu. Skráning fer ekki í gegnum þjálfara.

Hér er slóðin inn á skráningarvefinn https://ir.felog.is/ og meðfylgjandi pdf skjal eru leiðbeiningar (smellið HÉR til að nálgast skjalið).

Kerfið er samtengt Rafrænni Reykjavík og því er mjög auðvelt að ráðstafa styrknum á sama tíma, sem svo dregst frá heildarupphæðinni. Kerfið býður uppá að  geta skipt upp kreditkortagreiðslu á nokkur tímabil, allt eftir upphæð æfingagjalda. Ef greiða þarf með öðrum hætti þarf viðkomandi að koma á skrifstofu ÍR á skrifstofutíma kl.10:00-16:00.   
 

 

Æfingatöflur eru einnig birtar á heimasíðunni hjá ÍR og á bloggsíðum flokkanna undir "Æfingar og Mót".

No comments:

Post a Comment