ÍR-ingar bera merkið sitt með stolti, enda hefur ÍR skrifað stóran hluta íþróttasögunnar á Íslandi.
Við viljum sjást og því ætti staðalbúnaður okkar að vera merktur ÍR hvort sem við erum í skólanum , að keppa fyrir félagið, foreldrar að styðja börnin á mótum eða fararstjórar í ferðum á vegum félagsins.
Í Leiksport eru flottar ÍR vörur frá Hummel sem fást á góðu verði fyrir stuðningsmenn og konur.
Tvísmellið á "Expand" hér að neðan til að skoða nánar verðlista online, eða sækið þetta skjal sem PDF hér.
Stuðningsmannaklúbbur ÍR
" Eitt af markmiðum hans var að klúbblimir sæju sem flesta leiki og mynduðu þannig „áttunda manninn“ í liðinu með stuðningi sínum ofan af áhorfendapöllum. Ennfremur að leggja honum lið með ýmsum hætti. Um síðir hlaut þessi félagsskapur hið fróma nafn „Bláa höndin“. ( Heil öld til heilla - Saga ÍR í 100 ár )
No comments:
Post a Comment