Wednesday, September 21, 2011

Breyting á æfingum 8. flokks kvenna og karla.

Þar sem fáir krakkar hafa komið í 8. flokk hjá okkur enn sem komið er, hefur verið ákveðið að krakkarnir verði á æfingum með 7. flokk. Við efum það heldur ekki að það sé skemmtilegra að vera í flokk þar sem eru fleiri og allt á fullu og þá spyrst það út og þá koma vinirnir líka að æfa hjá okkur.

Strákarnir í 8. flokk, árgangar 2004 og 2005 munu æfa á sama tíma og strákarnir í 7. flokk
Stelpurnar í 8. flokk, árgangar 2004 og 2005 munu æfa á sama tíma og stelpurnar í 7. flokk.

Þjálfararnir Guðmundur og Bergur bíða spenntir eftir að hitta alla krakkana og við vitum að þeir eiga eftir að veita foreldrum og krökkum góðar móttökur og falla vel í kramið hjá krökkunum enda tímarnir hressandi og skemmtilegir hjá þeim.

Vonum að þessar breytingar verði til bóta og til að reyna að auka fjölda í þessum árgöngum. Á næstu dögum verður farið í kynningarátak í alla skóla í Breiðholtinu og eigum við von á mun meiri þátttöku krakka í þessum aldurshópi á næstu vikum.

Nánar um tímasetningu og skipulag má sjá á heimasíðu 8 flokks
Uppfærð æfingatafla er síðan hér

Kveðja, barna og unglingaráð (BOGUR)

No comments:

Post a Comment