Í sumar verður boðið upp á ýmis námskeið fyrir börn og unglinga hjá okkur.
ÍR er með úrvalsfólk á sviði íþrótta og fólk sem vant er að umgangast börn og mun það kenna öll helstu tækniatriði íþróttagreinanna og leggja áherslu á að börnin fái sem mest út úr námskeiðunum. Börnin fá að upplifa íþróttirnar sem hreina skemmtun í góðum félagsskap þar sem allir standa jafnir.
Fagaðilar sjá um námskeiðin, íþróttafræðinemar og þjálfarar með reynslu. Einnig koma að námskeiðunum valdir nemendur úr 9. og 10.bekk sem bera hag barnanna í brjósti. Umsjónaraðilar námskeiða fara á námskeið hjá ÍTR og eru starfsmenn íþróttahúss með skyndihjálparréttindi.
Sjá nánar lýsingar á námskeiðum
Fjörkálfar í frjálsum og fótbolta 5-10 ára
Íþrótta- og leikjanámskeið ÍR fyrir 5-9 ára börn
Handknattleiksnámskeið Bjarna Fritz
Körfuboltabúðir
Keiluskóli í Öskjuhlíð
Ath. Frístundakort Reykjavíkurborgar gilda ekki á sumarnámskeið því tímabil námskeiða þarf að spanna 10 vikur til að það gildi.
No comments:
Post a Comment