Wednesday, June 22, 2011

Ólympíudagur á svæði ÍR þann 23.júní....allir að mæta, ÍR ingar sem og aðrir!

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur um allan heim þann 23. júní. Þennan dag var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð árið 1894.

Dagskrá á svæði ÍR 23.júní.

Hlaup kl.16:00-16:30
Allir hlaupa í hóp á eftir kyndilbera.

Fyrstur kemur kyndilberi, svo iðkendur í keppnisbúningum og aftast kemur almenningur.

Íþróttastöðvar kl.16:30-18:00
Dans, Júdó, Frjálsar, Karfa, Fótbolti, Handbolti, Keila, Skíði, TKD og ÓL stöð

Allir krakkar eru hvattir til að mæta í ÍR klæðnaði og þau sem eru að keppa með ÍR mæti í sínum einkennisfatnaði, því meira því betra.
Við viljum sjá skíðahjálminn, danskjólinn, handboltann, legghlífarnar, hvíta gallann, gaddaskóna um hálsinn, körfubolinn og hvað eina. Eins viljum við sjá sem flesta úr hverfinu, unga sem aldna.

Ath. allir sem taka þátt á íþróttastöðvunum, fá viðurkenningu fyrir þátttöku.

Þetta er sérstakur dagur og vill hreyfingin fá fólk til að koma saman til að hreyfa sig, læra nýjar íþróttagreinar og kynnast gildum ólympíuhreyfingarinnar sem eru; Gera sitt besta, vinátta og virðing.
Ólympíudagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú – Hreyfa, læra og uppgötva.

http://ir.is/Frettir/Lesafrett/2193

No comments:

Post a Comment