Friday, March 14, 2014

Meistaraflokkar ÍR karla og kvenna spiluðu bæði leiki í gær á móti Val - samantekt

Meistaraflokkar ÍR karla og kvenna spiluðu  bæði leiki í gær á móti Val.  Strákarnir okkar spiluðu í Austurbergi og stelpurnar okkar spiluðu að Hlíðarenda. Flautað var til leiks í Austurbergi klukkan 19:30 og að Hlíðarenda klukkan 22:00.

Strákarnir okkar áttu ekki sinn besta leik í  vetur enda unnu Valsmenn okkur sannfærandi með 9 mörkum.    Markverðirnir hjá okkur voru þó frábærir og björguðu því að tapið var ekki stærra enda vörðu þeir samtals 25 skot eða u.þ.b. 50%! .  Hinsvegar var það agaleysi í sóknarleik okkar sem olli því að við völdum ekki réttu færin og Valsmenn refsuðu okkur því ítrekað með auðveldum hraðaupphlaupsmörkum.  

Munurinn var einfaldlega of mikill á liðunum enda mættu Valsmenn á staðinn vel stemmdir og keyrðu af fullum krafti allan tíma.   Sjö marka tap er einfaldlega of mikið til þess að leita skýringa annað en í eigin barm strákar, sorry – en satt.

Því miður færðist markmiðið fjær okkur í gær og því er spurningin  „Hvar er draumurinn?“ eða "Hvar var draumurinn?" .......svarið er víst algjörlega í ykkar höndum strákar.

Eftir niðurdrepandi upplifun í Austurbergi var ekki annað að gera en að rúlla að Hlíðarenda.  Úff hvað það er alltaf gaman að ganga inn í Vals-heimilið.  Mér var hugsað til Óla Gylfa og því sem hann berst af fyrir af óbilandi krafti.   Þarna slær Vals-hjartað.  Í sama hvaða liði þú ert þá tekur hjartað eitt slag fyrir Val í þessu anddyri líkt og ÍR hjartað mun slá í nýja íþróttamannvirkinu við Skógarhlíð ef pólitíkusar fara nú að efna sín loforð og  standa við gerða samninga um uppbyggingu í Mjóddinni hugsaði ég.

 Svo kom ég aftur til raunheima og leikurinn var flautaður á.   Bros var á vörum-gleði skein af stelpunum. Þetta var vissulega mikilvægur leikur, mikið í húfi,   það var hægt að klára dæmið og loka þessu þrátt fyrir að tveir leikir væru eftir í Íslandsmótinu.
Ég veit ekki hvort að það örlaði á stressi í upphafi en á töflunni sáum við 6-6 eftir um tíu mínútna leik.  Eftir það hinsvegar fóru hlutirnir að gerast.  Það var þægilegur 5 marka munur í hálfleik.  Ég segi ekki leikur kattarins að músinni, en þvílíkar framfarir sem þetta lið, þetta ÍR lið hefur tekið í vetur !!!

Það er erfitt að segja til um hvar styrkurinn er umfram annað.  Kannski gleðin, samheldnin, ákveðnin, trúin á eigin getu, sjálfstraustið, samstaðan, klókindi og færni þjálfaranna, viljinn til að vinna. Kannski er það þar, það að þykja betra að vinna en tapa. Vera tilbúnar að leggja það á sig sem þarf til að vinna og uppskera. Líklega er það þó sambland af öllu þessu sem skapar sigurvegara.

Það var einbeiting allan tímann. Það var ÍR sigur að lokum 22-33, hljómar það ekki vel ?   Ekki bara sigur í þessum eina leik heldur sigur í deildinni. ÍR á meistara í utandeild Kvenna árið 2014.

Klukkan 23:30 fórum við heim frá Hlíðarenda,  tímasetningin gefur ekki tilefni til annars.  Það var komið kvöld,   næstum nótt.   Eftir rúma viku er hinsvegar síðasti heimaleikur ÍR í utandeild kvenna í Íslandsmótinu áður en að úrslitakepninni kemur.  Þar verður gleði enda fer bikar á loft!!!  Á honum kemur bæði fram ÍR og 2014 !!!

Talandi um úrslitakeppni utandeildar kvenna.  Hún verður 4. Apríl og 5. Apríl og hvar annarsstaðar en í Austurberginu.  Við í heimaleikjaráði eru stolt af því að fá að taka þátt í þeirri keppni með HSÍ og þar viljum við fá annan sigur á heimavelli ykkar og okkar.

Stelpur, takk fyrir frábæra skemmtun í kvöld – þetta kvöld var ykkar þið eruð frábærar og vel að þessu komnar !!

Kveðja
Heimaleikjaráð ÍR Handbolta


No comments:

Post a Comment