Fyrri hálfleikur var eitthvað að þvælast fyrir mönnum , en 2 mörk skildu liðin af í hálfleik. Liðið náði hinsvegar upp flottri stemningu og baráttu í seinni hálfleik enda náðum við að keyra yfir þá og fara að spila okkar leik, á endanum varð 11 marka sigur 21-32 niðurstaðan.
Stulli var markahæstur með 9 mörk og náði að rjúfa 100 marka múrinn fyrstur allra í Olís Deildinni. Bjöggi skoraði 5 mörk og er kominn í 2 - 3 sæti yfir markahæstu menn með 84 stk.
Næsta verkefni er síðan Bikarkeppni HSÍ þar sem við ætlum okkur að fara alla leið.
Miðar á leik okkar gegn UMFA í bikarnum fös. 28.feb. eru komnir í forsölu hjá Fiskbúð Hólmgeirs, Leiksport og á skrifstofu ÍR og hvetjum við ykkur til að ganga frá kaupum sem fyrst til að eiga möguleika á glæsilegum vinningum sem dregnir verða út á bikarhelginni !
Myndir úr leik kvöldsins má hinsvegar sjá á sport.is
http://www.sport.is/handbolti/2014/02/20/fram-og-ir-ingar-med-sigra-i-kvold/
![]() |
Stulli fyrstur til að rjúfa 100 marka múrinn í Olís Deild |
No comments:
Post a Comment