Friday, February 14, 2014

Flott liðsheild sem skóp sigur á Fram 24-23

Sturla Ásgeirsson fór á vítalínuna þegar þrjár sekúndur voru eftir. Hann skoraði og tryggði ÍR sigur, 24-23. Magnaður endir og gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur. Með sigrinum komumst við upp að hlið Fram í 4.-5. sæti og liðin eru því bæði í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Við verðum að hrósa vörninni sem var virkilega þétt með Didda í fararbroddi enda skorðuð Frammararaðeins 9 mörk á okkur í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði brösulega hjá okkar mönnum en á endanum var það flott liðsheild sem skóp þennan sigur.

Strákarnir eru því komnir á gott skrið og verður gaman að sjá næsta leik þegar liðið verður orðið eins og lagt var upp með í haust þegar við hófum þessa vegferð, því þá verða Diddi, Jón Heiðar og Máni fremstir í vörninni og koma til með að loka henni alveg ásamt strákunum og ykkar stuðning á pöllunum enda höfum við þá trú að ekkert getir stoppað okkur þá.

http://instagram.com/irhandbolti

Við erum líka á instagram #irhandbolti

No comments:

Post a Comment