Wednesday, February 12, 2014

Bjarki Sig. - Pistill úr klefanum fyrir leik gegn Fram

Daginn folks

Nú er mikilvægt að mæta í Austurberg og styðja okkur í leiknum á móti Fram sem hefst í kvöld fim. 13. feb. kl. 19:30.    Við eigum harma að hefna gegn þeim þar sem við töpuðum á móti þeim í Safamýri 26-23 fyrr í vetur.  

Við teljum okkur vera að eflast og læra enda ætlum við okkur stóra hluti bæði í deild og bikar á þessu tímabili.   Við vitum að hver leikur í deildinn er úrslitaleikur um að hífa okkur enn frekar upp töfluna og á endanum vonumst við til þess að það dugi okkur til að komast í úrslitakeppnina í vor.

Í seinasta leik okkar sem var í  bikarnum á móti Selfoss fékk Jón Heiðar rautt spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni gegn Fram,    við örvæntum þó ekki því eins og sagan segir þá kemur maður í manns stað og lið eflast enn frekar við svona mótlæti.    

Þetta kom best í ljós í leiknum gegn Selfoss, þar sem þessi brottrekstur á Jóni  kom Didda og strákunum í hrikalegt stuð sem skilaði sér síðan í góðum baráttusigri og  tryggði okkur inn í Final Four þar sem við ætlum okkur alla leið.  

Í leiknum á móti Fram verður engin breyting á þessu þar sem Diddi tekur við hlutverki Jóns  og stendur vaktina ásamt strákunum.  Hinsvegar mun  Jón Heiðar  taka sér stöðu meðal stuðningsmanna ÍR og hvetja liðið árfam til sigurs.

Við treystum á að þú látir sjá þig og styðjir okkur,  því allur stuðningur hjálpar til og veitir leikmönnum ákveðið sjálfstaust og sigurvilja og síst af öllu viljum við gefa eftir stig á okkar sterka heimavelli.

Við vitum síðan að eftir þennan leik verður liðið orðið eins og lagt var upp með í haust þegar við hófum þessa vegferð.    Þá verða Diddi, Jón Heiðar og Máni fremstir í vörninni og koma til með að loka henni alveg ásamt strákunum og ykkar stuðning á pöllunum og þá stoppar okkur ekkert.

Kveðja
Bjarki Sig. og strákarnir

Merkið  myndir af ÍR Handbolta með  #irhandbolti til að þær skili sér til okkar !!


No comments:

Post a Comment