Við töpuðum með 3 mörkum og strákarnir okkar skitu upp á
bak. Það var einfaldlega agaleysi, varnarleikurinn var þar að auki
lélegur í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn bitlaus og staður.
Dómararnir voru því miður ekki skárri og féllu vafadómar
flestir með sprækum Frömmurum í kvöld.
Það er eitt að dæma vitleysu, en það er lágmark að dæma sömu
vitleysuna á bæði lið þegar menn byrja á því kæru dómarar.
"Dansarinn úr Breiðholti" Hrafn Margeirsson sagði í viðtali við DV 21.mars 1988
„Mér finnst dómarar á íslandi dæma mjög vel og þeir vinna óeigingjarnt starf.
Ég held að leikmenn og þjálfarar ættu stundum að líta sér nær áður en þeir
gagnrýna - þeir verða án efa betri fyrir vikið. Maður getur rétt eins ímyndað
sér hvernig færi ef dómarar gerðu jafnmörg mistök og leikmenn."
Orð að sönnu, en eftir kvöldið í kvöld þarf maður ekki
lengur að ímynda sér hvernig það er þegar dómarar gera fleiri mistök en
leikmenn því það er Súrealísk útgáfa af Lísu í Undralandi á sólrisuhátíðinni
þar sem ævintýrið er víst ekki eins og við þekkjum það.
Ég meina voru þeir að horfa á sama leik og við, ég bara spyr
?
Hinsvegar er það þó þannig að þó við tökum dómarana út úr
dæminu þá er ég samt ekkert viss um að við hefðum unnið þetta í kvöld, því það
skiptir engu máli hvað við skoðum þegar við lítum í eigin barm - vörn, sókn og
markvarsla - það var einfaldelga allt lélegt hjá okkur.
Á sama tíma voru Frammarar sprækari og þráðu einfaldlega
meira sigur en strákarnir okkar, því miður.
Eini plúsinn við þetta kvöld er þó að við sýndum að við getum
breytt útivelli í heimavöll án vankvæða enda var stuðningur á pöllunum frábær J
Vildi bara að stákarnir okkar hefðu mætt líka með okkur
hinum !
No comments:
Post a Comment