Þann 16. Október undirrituðu Róber H. Hnífsdal f.h. ÍR og Gunnar Ársæll Ársælsson f.h. Nettó samstarfsamning til tveggja ára. Samningurinn er afrakstur samvinnu sem hófst árið 2012 og hefur verið farsælt síðan. Með tilkomu nýja samningsins er Nettó orðið einn af stærstu samstarfsaðilum handknattleiksdeildarinnar.
Við hvetjum því unnendur handknattleiks í Breiðholti til þess að versla í bjartri og skemmtilegri verslun samstarfsaðila okkar í Mjódd sem opin er allan sólarhringinn með fjölbreytt vöruúrval og gott verð.

No comments:
Post a Comment