Friday, October 25, 2013

Pistill frá Heimaleikjaráði ÍR Handbolta

Pistill frá Heimaleikjaráði ÍR Handbolta

Það var stór dagur í gær í Austurbergi Heimili ÍR Handbotla. Þetta var dagurinn sem við í heimaleikjaráði vorum búin að bíða eftir lengi.     Upp úr fimm fóru gulu vestin á stjá í Austurbergi því  það var Stórviðburður í vændum þar sem fyrsti heimaleikurinn hjá meistaraflokki kvenna í handbolta var að bresta á.  

Mikill fjöldi áhorfenda var mættur fyrir klukkan sex á bekkina til að styðja stelpurnar – fjöldi sem hvaða Olís deildarlið hefði verið stolt af, bæði karla og kvenna.

Stundvíslega klukkan sex gall síðan flautan hátt og örugglega,  Loksins varð þetta að veruleika.    Stelpur, þið voruð hrikalega flottar í nýju búningunum.   Ekki bara fyrsti heimaleikurinn, þetta var fyrsti deildarleikurinn og fyrsti deildarsigurinn enda var fagnað, hoppað og klappað í leikslok – enda var tilefni til þess.

Fiskisúpan á eftir í Undirheimum var gleðistund okkar allra.   Gleðistund okkar unnenda handboltans, gleðistund okkar sem eigum stelpur og stráka í yngri flokkum handboltans því nú er framtíðin björt. Takk fyrir sýninguna stelpur, þið voruð frábærar.

Eftir stelpuleikinn fylltust Undirheimar af fleiri gestum sem tóku þátt í  fagnaðarlátunum, annar leikur var  í vændum.    FH-ingar nöguðu neglur á göngunum fyrir ofan í bland við Stjörnu-tár.

Fiskisúpan hjá Elínu og Agga var virkilega góð.  Takk fyrir hana heiðurshjón, það fá engin orð því lýst hvað við erum ykkur þakklát fyrir ykkar framlag.   Vissulega var uppi fótur og fit þegar 120 súpuskálar voru búnar,    þið ykkar 40 sem fenguð uppþvegnar skálar, sorry!!!    

En það var nóg til af súpu,  og ferskum fisk frá honum Hólmgeir okkar var bætt í eins og þurfti svo að allir myndu fá  „fyrsta flokks fiskisúpu“.  

Okkur grunaði ekki að 160 manns myndu mæta til okkar í mat,  en þannig var það nú og nú voru aðeins 30 mínutur í leik.

Leikstjórinn Bjarki Sig. og aðstoðarleikstjórinn Gummi Páls mættu stundvíslega kl. 19:30  í Undirheima þar sem farið var yfir planið, kerfin, byrjunarliðið og áherslurnar sem nota ætti til að leggja FH-inga.    Það var hlutstað af athygli og spurt , „inside information“ sem valda því að enn skemmtilegra er að fylgjast með komandi leik.

Klukkan átta voru pallar síðan þétt setnir, trommurnar á sínum stað og nýju „klöppurnar“ frá Nettó komnar í réttar hendur.  

Mér stóð ekkert á sama þegar Bjarki fór að skipta mönnum inná undir miðbik seinni hálfleiks eins og um æfingaleik væri að ræða.  En það segir miklu meira um mitt vit á handbolta en Bjarka enda gekk þetta allt upp hjá honum, og að lokum stein lá Fimleikafélagið frá Hafnafirði eins og hitt utanbæjarliðið frá Garðabæ fyrr um kvöldið.  

Það voru því  kampakátir ÍR strákar sem töltu niður í Undirheima um hálf-tíu og skelltu í sig súpu og brauði.     ÍR stelpur voru þarna enn þá og þannig sameinuðust sigurvegarar kvöldsins í Undirheimum.

Strákar – við þökkum fyrir ykkar framlag í kvöld,   þið stóðuð undir væntingum.    En þetta þarf ekki alltaf að vera svo spennandi það er í lagi að vinna stundum með 5+ mörkum.   Skoðið það aðeins, því hjartatöflur eru ekki ókeypis.

Það voru alls 36 manns sem komu að kvöldinu í kvöld fyrir utan stuðningsmenn, leikmenn og trommara.     36 manns sem stóðu vaktina í sjálfboðavinnu.  ýmist í gulu vesti,  í sjoppunni,  á moppunum,  að kynna,  selja inn,  elda súpu,  á dómaraborði,  blanda djús og smyrja brauð eða í öðrum skilgreindum hlutverkum Heimaleikjaráðs.   Við ykkur öll er bara eitt að segja  -  kærar þakkir fyrir ykkar framlag þið eruð „Meiriháttar“,  ef það væru til stærri orð myndi ég notað þau,  en ég finn þau ekki hinsvegar er það ekkert launungarmál að án ykkar aðkomu væri þetta ekki hægt.  

Einnig vil ég þakka Hólmgeir fyrir sitt framlag,  þvílík snilld að hafa stuðningsmann eins og þig.

Stelpuleikur, strákaleikur, áhorfendur, aðstandendur. Sigur eða tap.   Jú sigur er sætari, hvað þá tveir í röð.   Ungir iðkendur á pöllunum, af báðum kynum, sem loksins sáu að hverju skal stefnt?

Við stöndum sterkar eftir og við erum reynslunni ríkari,  Það er  svona sem við viljum hafa þetta hjá okkur, er það ekki ?

Kæru gestir  takk fyrir að koma  hver og einn til okkar í heimsókn, í Austurberg Heimili ÍR Handbolta og njóta kvöldsins með okkur.

Heimaleikjaráð ÍR Handbolta


No comments:

Post a Comment