Nú er handboltavertíðin hafin á fullu og fyrsti heimaleikur að baki. Því miður fór hann ekki eins
og ætluðum okkur, tap fyrir vel mönnuðu liði ÍBV. Undirbúningur fyrir leikinn var góður, leikmenn staðráðnir í að koma dýrvitlausir í þann leik og sást það vel í fyrri hálfleik.
Vörn og sókn til fyrirmyndar, og hraðaupphlaup sem gáfu mörk. staðan 15-11 fyrir okkur í hálfleik sem var mjög gott, en síðari hálfleikur er alltaf eftir og virtust menn missa einbeitingu.
Vörn var ekki jafn öflug í seinni hálfleik og sóknarleikurinn var síðan kannski það sem felldi okkur á endanum. Við getum samt ekki litið framhjá því að við vorum töluvert mikið einum færri í síðari hálfleik sem krefst meira af mannskapnum sérstaklega á móti spræku liði sem komið er með bragðið í munninn, enda gengu Eyjamenn á lagið... og náðu að jafna leikinn þegar ca. 10min voru eftir. Þá fórum við að reyna örvæntingafull skot sem enduðu annað hvort í vörn eða markmanni ÍBV, sem var fljótur að senda boltann beint fram í hraðaupphlaup sem skiluðu mörkum.
Endann vita allir, tap í fyrsta leik á Íslandsmóti staðreynd því miður og menn gengu niðurlútir til búningsherbergja. Ekki það sem við ætluðum okkur en eins og máltækið segir „fall er fararheill“.
Nú þurfum við að snúa við baki, standa saman og mæta í Austurberg á Laugardag kl. 15:45, en þá fáum við Norðanmenn í heimsókn og við erum staðráðnir í að bæta upp fyrir tapið á móti ÍBV.
Akureyri hefur misst marga góða leikmenn en þó einnig bætt við sig leikmönnum og við vitum að lið þeirra berst alltaf af lífi og sál allan tímann og má því búast við hörku viðureign í Berginu.
Leikmenn og þjálfarar vilja því hvetja ykkur ÍR stuðningsmenn til að fjölmenna á þennan leik, til að hvetja liðið áfram sem 8 maður á vellinum og skila þessum 2 punktum í hús með okkur.
Sjáumst næsta laugardag , Áfram ÍR !!
![]() |
Fylgstu með okkur á Facebook http://facebook.com/Handbolti |
No comments:
Post a Comment