Thursday, June 6, 2013

Arnar Birki Hálfdánarson gengur til liðs við ÍR

Arnar og Runólfur formaður handknattleiksdeildar ÍR handsala samninginn

Handknattleiksdeild ÍR hefur gert samning við örvhentu skyttuna Arnar Birki Hálfdánarson um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Arnar er tvítugur, uppalin hjá Fram en var síðastliðinn vetur á mála hjá FH. Koma hans á hægri vænginn er enn einn liðurinn í þeirri uppbyggingu sem fram fer í Breiðholtinu þessi misserin.

Fyrir skömmu gekk markvörðurinn Arnór Stefánsson aftur til liðs við ÍR og verður liðið því skipað ungu og mjög öflugu markvarðateymi. En Kristófer og Arnór þekkja vel til hvors annars þar sem þeir spiluðu saman með yngri landsliðum.

Mikill hugur ríkir í herbúðum ÍR-inga og líta þeir björtum augum til komandi veturs.
Við bjóðum þá Arnór og Arnar velkomna í hópinn.  

No comments:

Post a Comment