Lokahóf handknattleiksdeildar ÍR fór fram á dögunum en á meðal þess sem var gert var að velja bestu leikmenn ársins í meistaraflokki.
Línumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson var valinn leikmaður meistaraflokks en hann lék stórt hlutverk í vetur og missti ekki af einum leik allt tímabilið. Hann var þriðji markahæsti leikmaður liðsins með yfir 85% skotnýtingu ásamt því að spila lykilhlutverk í hjarta varnarinnar.
Ingimundur Ingimundarsson var valinn varnarmaður liðsins en þessi þjóðþekkta landsliðskempa var eins og klettur í miðju varnarinnar í allan vetur.
Þjálfararnir gátu ekki gert upp á milli stórskyttunar Björgvin Hólmgeirssonar og ofurhornamannsins Sturlu Ásgeirssonar og völdu þá báða sem bestu sóknarmenn liðsins. Þeir voru langmarkahæstir í liðinu í vetur með vel yfir 260 mörk samtals.
Ungstirnið Aron Örn Ægisson en hann var kosinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks. Þessi ungi leikmaður getur spilað allar stöður fyrir utan ásamt því að vera öflugur varnarmaður. Aron gengur upp úr 2.flokk á næsta tímabili og því er ljóst að við munum fá að sjá meira til hans næsta vetur.
Þá má einnig nefna það að Björgvin Þór Hólmgeirsson valinn besti sóknarmaður N1 deildar karla ásamt því að vera í liði ársins á lokahófi HSÍ. ÍR óskar þessum glæsilegu verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn. Það verður án efa gaman að fylgjast með þessum köppum og liðinu öllu á næsta keppnistímabili.
No comments:
Post a Comment