Halli er þessa dagana að senda frá sér nýjan geisladisk sem heitir Skuggar og er ferildiskur tónlistarmannsins s.l. 20 ár. 1993 – 2013. Halli ætlar að spila lög af disknum í bland við annað efni.
Allur ágóði rennur til knattspyrnudeildar ÍR sem stendur höllum fæti fjárhagslega og vonandi mæta sem flestir til að eiga saman skemmtilega samveru í heimili allra ÍR-inga. Léttar veitingar verða til sölu og þar verður eitthvað fyrir alla. Húsið opnar kl.20:00 en tónleikarnir hefjast kl 21:00 og er aðgangseyrir 2.000 kr.
Allir velkomnir, óháð deild eða félagi. Forsala og borðapantanir hjá Bergþóru í ÍR heimilinu.
![]() |
Húsið opnar kl.20:00 en tónleikarnir hefjast kl 21:00 og er aðgangseyrir 2.000 kr |
No comments:
Post a Comment