Sunday, April 28, 2013

Arnór Stefánsson gengur til liðs við ÍR á ný!

Arnór Stefánsson markvörður hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur ÍR-inga á ný eftir tveggja ára fjarveru. Arnór hefur undan farin tvö ár leikið með HK í Kópavogi og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu.

Auk þess að leika með liðinu mun Arnór taka að sér þjálfun yngriflokka hjá félaginu.

Koma Arnórs er mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu ÍR handbolta sem þegar við unnum okkur sæti í N1 deildinni í fyrra.

Velkominn heim aftur Arnór!


Arnór Stefánsson og Runólfur Sveinsson formaður hanknattleiksdeildar handsala samninginn

No comments:

Post a Comment