Markamet ÍR í deildarkeppni á Jóhann Örn Ásgeirsson eða 111 mörk í 22 leikjum. Sturla Ásgeirs bróðir hans er kominn með 106 mörk í 16 leikjum og gæti því fljótlega náð öðru sætinu af Gunnlaugi Hjálmars. sem var m.a. fyrsti Íslendingurinn til að vera valinn í heimslið.
Að vísu skorar Stulli að meðaltali 6,6 mörk í leik þannig að hann gæti slegið markametið sem bróðir hans setti fyrir 20 árum., þegar ÍR tekur á á móti Val í kvöld !
"Jóhann Örn Ásgeirsson var atkvæðamikill markaskorari fyrir ÍR á tíunda áratugnum.
Í deildarkeppni Íslandsmótsins 1993 vann hann sér það til ágætis að slá 30 ára gamalt ÍR-met Gunnlaugs
Hjálmarssonar. Gunnlaugur skoraði 109 mörk í 1. deild 1963 en Jóhann skoraði tveimur betur í deildinni 1992–93, eða
111 mörk. Sá var þó munur á metunum að Gunnlaugur skoraði mörk sín í 10 leikjum en Jóhann Örn í 22."
http://www.ir.is/media/PDF/Saga_IR_409455_a.pdf
sjá bls. 454
No comments:
Post a Comment