„Þetta er búið að vera frábært tímabil. Stuðningsmennirnir og sjálboðaliðarnir eru búnir að vera ótrúlegir. Það liggur við að maður íhugi að „blokka“ ÍR handbolti á Facebook því síðan er svo öflug. Það rignir yfir mann einhverjum tilkynningum,“ sagði Björgvin og hló að tilhugsuninni en bætti við:
„Það eru um þrjátíu sjálfboðaliðar í vinnu á heimaleikjunum okkar og alltaf yfir 500 manns á leikjum. Það er ótrúlega jákvætt fyrir íslenskan handbolta enda segja allir að það sé einhver sérstök stemning að spila í Austurberginu. Þetta er alveg yndislegt og vonandi getum við skilað einhverju til okkar fólks í formi titla en við höldum okkur á jörðinni.“
http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2013/02/27/vonandi_getum_vid_skilad_einhverju_til_okkar_folks/
![]() |
| Vertu vinur okkar á Facebook eins og Bjöggi :-) http://facebook.com/Handbolti |

No comments:
Post a Comment