Sunday, June 10, 2012

Björgvin Hólmgeirsson skrifar undir tveggja ára samning!


Runólfur og Björgvin handsala samninginn

Björgvin Hólmgeirsson hefur gert tveggja ára samning við ÍR. Hann er ÍR-ingum að góðu kunnur enda lék hann handknattleik með ÍR upp alla yngriflokkana.Björgvin lék síðastliðið keppnistímabil í Þýskalandi og þar áður með Haukum í Hafnarfirði.

Björgvin er mjög mikilvæg viðbót í ört stækkandi hóp leikmanna sem mun leika í N1 deildinni næsta vetur. 

Þess má geta að allir leikmenn meistaraflokks frá í fyrra munu leika áfram með liðinu utan einn sem flyst búferlum til Danmerkur nú í sumar.

Við bjóðum Björgvin velkominn í hópinn.

No comments:

Post a Comment