Handknattleiksdeild ÍR hefur gert tveggja ára samning við línumanninn og varnartröllið Jón Heiðar Gunnarsson um að leika með félaginu. Jón er ÍR-ingum að góðu kunnur því að hann lék með liðinu keppnistímabilið 2006 – 2007. Hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Pays d'Aix Handball Club í Suður-Frakklandi en það lið vann einmitt Frönsku 1. deildina í síðustu viku. Jóni bauðst að leika áfram á meginlandinu en ákvað að nú væri hentugasti tíminn til að flytjast til íslands. Eiginkona hans hefur fengið gott starf á Íslandi og börnin á góðum aldri til breytinga.
Við bjóðum Jón Heiðar velkominn aftur í ÍR
No comments:
Post a Comment