Friday, May 18, 2012

Jón Heiðar Gunnarsson gengur til liðs við íR.

Handknattleiksdeild ÍR hefur gert tveggja ára samning við línumanninn og varnartröllið Jón Heiðar Gunnarsson um að leika með félaginu. Jón er ÍR-ingum að góðu kunnur því að hann lék með liðinu keppnistímabilið 2006 – 2007. Hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Pays d'Aix Handball Club í Suður-Frakklandi en það lið vann einmitt Frönsku 1. deildina í síðustu viku. Jóni bauðst að leika áfram á meginlandinu en ákvað að nú væri hentugasti tíminn til að flytjast til íslands. Eiginkona hans hefur fengið gott starf á Íslandi og börnin á góðum aldri til breytinga. 

Við bjóðum Jón Heiðar velkominn aftur í ÍR

No comments:

Post a Comment