Frábær endir á skemmtilegu kvöldi þar sem strákarnir í
meistaraflokk ÍR unnu Fjölni 29:24.
ÍR DómaraAkademía (
Stjórn og BOGUR) stóð fyrir grill-hitting fyrir leik.
Ekki skemmdi það fyrir stemmingunni að Víkingar sem eru í öðru sæti í
deildinni á eftir okkar mönnum töpuðu með einu marki fyrir Stjörnunni í Mýrinni í kvöld, sem þýðir að ÍR er komið með 4 stiga forskot á Víkinga.
Spennan eykst við færumst nær takmarkinu sem er að komast upp í úrvalsdeildina.
|
Tveir flottir: Gummi og Hemmi sem varði 18 skot í leiknum á móti Fjölni |
|
Hér er fagmaðurinn Bjarki (BOGRARI) á ferð, eins og sjá má! |
|
Bjartur Máni á fljúgandi ferð og......skoraði auðvitað. |
Sjaldan hefur verið meiri þörf á ykkar stuðningi en nú þegar þrír leikir eru eftir.
- Föstudagurinn 16. mars Selfoss kl. 19:30 Selfoss : ÍR
- Föstudagurinn 23. mars Austurberg kl. 19:30 ÍR : Víkingur
- Föstudagurinn 30. mars Mýrin kl. 19:30 Stjarnan : ÍR
Myndir frá "Bolta & Borgara" kvöldi ÍR Handbolta Facebook
No comments:
Post a Comment