Sunday, November 20, 2011

TexMex Santa María mótið hjá 5. flokk karla í Austurbergi og Seljaskóla helgina 18-20 nóv

Barna- og unglingaráð ÍR handbolta sá um TexMex Santa María mótið hjá 5. flokk karla í Austurbergi og Seljaskóla helgina 18-20 nóv. Mjög gaman að sjá öll þessi flottu lið sem mættu til okkar að þessu sinni og voru þau öll til fyrirmyndar og virkilega gaman að fá þau í heimsókn.  Þetta er eitt stærsta mót sem haldið hefur verið þetta árið og því var leitað til foreldra í viðkomandi flokki til að aðstoða okkur.  Því miður gekk það ekki allt of vel og því urðu þeir sem buðu sig fram að sitja lengur á flestum stöðum og aðstoða okkur í barna- og unglingaráði og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra frábæru aðstoð.

Dómarar komu úr 4.-,3.- og 2. flokki karla og kvenna sem og meistaraflokk ÍR og stóðu allir sig með mikilli prýði. Frábært að hafa þetta bakland ÍR sem tilbúið er að mæta kl. 8 á laugardags- og sunnudagsmorgnum til að dæma.  

Við ætlumst til að okkar börn komist á önnur mót og þar er það sama dæmið foreldrar, forráðamenn og yngri flokkar koma að skipulagi og mótishaldi á viðkomandi mótum því ekkert gerist að sjálfu sér. Við vonum því að fleiri foreldrar sjái sér fært að veita aðstoð á næstu mótum sem ÍR heldur.

Það voru sex ÍR lið sem tóku þátt í þessu móti og þau voru frábær og virkilega gaman að sjá þau spila. Flottir og hressir strákar sem eru félaginu til sóma og greinilegt að þjálfarar okkar eru að gera virkilega góða hluti.

Við tókum fullt af myndum  og Facebook síða okkar ( ÍR Handbolti ) inniheldur tæplega 200 myndir af mótinu og hvetjum við ykkur til að merkja ykkur inn á myndirnar , en allt í allt voru teknar tæplega 1000 myndir á mótinu og þær má sjá allar á vefsvæði 5 flokks karla.


Myndir teknar á föstudeginum hér
Myndir teknar á laugardeginum í Austurbergi frá 8-12 
Myndir teknar á laugardeginum í Austurbergi frá 12-16
Myndir teknar á laugardeginum Austurbergi frá16-19
Myndir teknar á laugardeginum í Seljaskóla
Myndir teknar á sunnudeginum í Seljaskóla
Myndir teknar á sunnudeginum í Austurbergi frá 8-11
Myndir teknar á sunnudeginum í Austurbergi frá 11-15

Merkið ykkur inn á myndirnar sem settar voru á Facebook
IR Handbolti á Facebook









No comments:

Post a Comment