Tuesday, October 25, 2011

Þrír ÍR-ingar í úrtakshóp U-20 ára landslið karla

Valinn hefur verið úrtakshópur U-20 ára landsliðs karla í handbolta sem mun mæta til mælinga næsta laugardag.   ÍR á þrjá flotta fulltrúa í þessum hóp, Aron Örn Ægisson, Daníel Ingi Guðmundsson og Jón Bjarki Oddsson.

Stefnan hjá þeim er sett á að komast í gegnum úrtakið og í 20 manna æfingahóp sem mun æfa frá mánudegi  til miðvikudags í næstu viku.  Og síðan í 16 manna hóp sem munu fara til Noregs dagana 3.-6. Nóvember og taka þar þátt Opna Norðurlandamótinu ásamt Noregi, Svíþjóð og Tékklandi

Til hamingju með þetta strákar og gangi ykkur vel!!



 



No comments:

Post a Comment