Saturday, September 24, 2011

5 flokkur kvenna náði bronsi á Reykjavíkurmóti

Frábær árangur hjá yngra ári 5 flokks kvenna sem náði 3 sæti í Reykjarvíkurmótinu.

Þetta er mjög öflugur hópur sem meðal annars varð Íslandsmeistari í vor þegar þær voru í 6 flokk. Þetta er því mjög efnilegur hópur sem vert er að fylgjast vel með. 

5. flokkur kvenna. Flottur hópur

Við viljum hvetja alla sem hafa góðar fréttir að senda þær inn til okkar áfram á netfangið irhandboltinn@gmail.com

Einnig hvetjum við ykkur til þess að tilnefna "netstjóra" í hverjum flokk á foreldrafundum til þess að sjá um blogg flokks og myndasíðu.

Barna- og unglingaráð ætlar að verða með námskeið/kynningu fyrir þá foreldra sem taka að sér "Netstjórn" í hverjum flokk , ásamt því að keyra einnig sama námskeið fyrir þjálfara okkar í yngri flokkum þegar allir foreldrafundir eru búnir.

Kveðja Barna- og unglingaráð.


No comments:

Post a Comment