Wednesday, July 13, 2011

Laugardaginn 23.júlí verður Íslandsmótið í Strandhandbolta spilað í Nauthólsvík.

Síðasta sumar var það lið Breiðholts sem varð Íslandsmeistari í strandhandbolta.
Lið Breiðholtsins var ekki af verri endanum enda voru þar meðal annars Sturla Ásgeirsson, Bjarni Fritzson og Björgvin Hólmgeirsson, ásamt markahæstu landsliðskonu Íslandssögunnar Hrafnhildi Skúladóttur sem léku með liðinu..  Liðið á því titil að verja og hefur þegar skráð sig til leiks og ætlar sér stór hluti miðað við það sem Björgvin Þór sagði á Facebook síðunni “Strandhandbolti” en hann sagði: “Breiðholtið er komið til að vera.”


 



Þáttakendur í fyrra voru hátt í 200 talsins. Mótið er hin mesta skemmtun þar sem leikirnir eru stuttir, 2×6 mínútur og hraðir og spilað er undir dúndrandi strandartónlist.


Helsti munurinn frá venjulegum handbolta er sá að þegar markmaður skorar gildir það tvö mörk. Falleg mörk geta einnig gefið tvö mörk. Til þess þarf þó að sýna frumleika og sérstaka tilburði, en það er mat dómara hverju sinni. Ef lið skorar úr víti gildir það ávallt sem tvö mörk.


Við hvetjum síðan alla til "Like" á aðalsíðu okkar á Facebook , smellið hér

No comments:

Post a Comment